Hótel 1001 nótt er staðsett á bökkum Lagarfljóts, í fallega grónu landi, með útsýni yfir Vallarnes og Fjótsdal. Frá hótelinu er fjallasýn á Gagnheiði, Hött, Sandfell, Snæfell og Fellaheiði.

Við hótelið rennur falleg bergvatnsá, Höfðaá sem steyptist í Lagarfljót í tærum breiðum fossi. Í vatnaskilunum við Lagarlfjót og Höfðaá er sandfjara, en þar mætast tær bergvatnsá og gráhvít jkulsá.

Í bergganginum við hótelið eru áberandi skófir, stærsti flekkurinn þekur 4 til 5 m2 sem náttúrufræðingurinn Hlegi Hallgrímsson segir að séu stæstu samfelldu skófir á Íslandi.