Gisting

Veitingastaður

Tilboð

Heim

UM HÓTEL 1001 NÓTT

 

Hótel 1001 nótt er fjölskyldurekið lúxushótel, það stendur í náttúrulegu umhverfi á bökkum Lagarfljóts, 5 km frá Egilsstöðum.

Hótelið er búið fjölbreyttri og góðri aðstöðu til hvíldar og afþreyingar. Gestir okkar geta nýtt sér fallegt útsýni, heita potta undir berum himni, koníakstofu, bar og veigingastað.

Við leggjum áherslu á jákvæða upplifun af gistingunni, veitingunum og þjónustunni í nánum tengslum við náttúruna.

Gengið er frá hótelgarði inn í hvert herbergi, sem henta einkar vel þeim sem vilja hvílast eða njóta umhverfisins. Herbergin eru stór, 22m2 , hvort sem er eintaklings eða hjónarúm. Öll herbergin eru superior með sér verönd, stórum glugga frá gólfi uppí loft, með miklu útsýni.

Herbergin eru innréttuð á hlýlegan og stílhreinan máta, með hita í gólfum. Öll herbergin eru búin sér baðherbergi og mini bar. Frír internetaðgangur er í herbergjunum.

Ýmis afþreying er í boði á svæðinu, svo sem gönguferðir, náttúruskoðun, hestaferðir og fiskveiði. Næsti flugvöllur er Egilsstaðaflugvöllur, í 5 km fjarlægð.