Herbergin eru innréttuð á hlýlegan og stílhreinan máta, með hita í gólfum. Þau eru með gluggla frá gólfi uppí loft, með miklu útsýni. Herbergin eru stór 22 m2 , sankölluð superior herbergi, öll með verönd.

Herbergin geta verið hvort sem er einstaklings eða hjónaherbergi. Þau hafa öll sér baðherbergi og mini-bar.

Gengið er frá hótelgarði beint inn í hvert herbergi, sem gerir þau ákjósanlegan staðl að hvílast eða njóta umhverfisins.